• Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
UNESCO
UNESCO

Þingvellir

Umsóknin um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og var hún samþykkt á fundi heimsminjanefndar UNESCO á fundi hennar í Suzhou í Kína í júlí 2004.

Á Þingvöllum var allsherjarþing Íslendinga komið á fót árið 930 og kom þingið þar saman allt til 1778. Þing stóð yfir í tvær vikur í senn og á þeim tíma settu þingmenn lög, miðluðu málum og kváðu upp dóma. Þingvellir hafa djúpstæða sögulega og táknræna merkingu fyrir íslensku þjóðina.

Nánar...

 

Surtsey

Umsóknin um Surtsey á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2007 og var hún samþykkt á fundi heimsminjanefndar UNESCO á fundi hennar í Quebec í Kanada í júlí 2008.

Surtsey er útvörður Íslands í suðri og ein af úteyjum Vestmannaeyja. Surtsey myndaðist í neðansjá vareldgosi í nóvember árið 1963, en gosinu lauk 5. júní 1967. Auk Surtseyjar mynduðust eyjarnar Surtla, Syrtlingur og Jólnir, en eldvirkni í þeim stóð stutt og þegar henni lauk hurfu þær fljótt af yfirborði sjávar, en ummerki þeirra sjást enn neðansjávar.

Surtseyjareldar er lengsta og best þekkta eldgos í sögu Íslandsbyggðar, þar sem fylgst var náið með gangi eldgossins frá upphafi.

Nánar...

 
Fleiri greinar...