• Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
UNESCO
UNESCO

Umsóknarferli

Til að koma stað á heimsminjaskrá UNESCO þarf að fara í gegnum tvíþætt umsóknarferli. Samkvæmt 11. gr. samningsins þarf fyrst að skila inn yfirlitsskrá yfir þá staði sem viðkomandi aðildarríki telur til mikilvægra menningar- og náttúruarfleifða í sínu landi og að því loknu er sótt um að staðir verði færðir inn á heimsminjaskrána. Yfirlitsskráin þarf ekki að vera tæmandi en þar ber að nefna dæmi um staði sem til álita kemur af hálfu aðildarríkis að tilnefna á heimsminjaskrá á næstu fimm til tíu árum. Yfirlitsskráin er á engan hátt bindandi, heldur stefnumótandi innanlands með tilliti til verndunar, kynningarstarfs og ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að gera Heimsminjanefnd UNESCO (World Heritage Committee) kleift að meta á breiðum grunni alþjóðlegt gildi eða vægi þeirra staða sem tilnefndir eru. Yfirlitsskráin þarf að hljóta samþykki ríkisstjórnar viðkomandi lands til að verða tekin gild.

Útbúa þarf formlega umsókn til heimsminjanefndar UNESCO um að staðir verði teknir inn á heimsminjaskrá. Umsóknin þarf að vera mjög ítarleg og hún er kostnaðarsöm því henni þurfa að fylgja nákvæmar náttúrulýsingar, rökstuðningur fyrir vægi staðanna í menningarlegum eða náttúrufarslegum skilningi, greinargerð um réttarstöðu, ný landabréf, ljósmyndir og margt fleira. Umsóknum þarf að skila fyrir 1. febrúar ár hvert og heimsminjanefnd UNESCO tekur ákvörðun einu og hálfu ári síðar. Ákvörðun nefndarinnar getur verið fjórþætt; umsókn samþykkt (inscription), umsókn vísað til baka með ósk um frekari upplýsingar (referred), umsókn vísað frá því hana þarf að vinna betur (deferred) og umsókn hafnað (not inscribed).

 

Þrjár ráðgjafarnefndir aðstoða nefndina við þetta verkefni: Alþjóðaráðið um söguleg mannvirki og staði (ICOMOS), Alþjóðanáttúruverndarsambandið (IUCN) og Alþjóðleg miðstöð til rannsóknar á varðveislu og endurreisn menningarminja (ICCROM). Ef tilnefning er samþykkt þá kemst viðkomandi staður á heimsminjaskrá.