• Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
  • Heimsminjar.is
UNESCO
UNESCO

Heimsminjaskráin

Á heimsminjaskrá eru nú, 962 staðir sem staðsettir eru í 157 löndum. Þar af eru:

745 Menningarminjar (C)

188 Náttúruminjar (N)

29 Blandaðar minjar (M)

 

20 - 30 staðir bætast við listann á hverju ári en takmörk eru á því hversu marga staði heimsminjanefndin fjallar um í hvert sinn vegna þess tíma sem það tekur.

 

Fyrstu minjarnar voru samþykktar inn á heimsminjaskrána árið 1978. Meðal þeirra voru norrænu minjarnar í L´Anse aux Meadows í Canada og Galapagoseyjar. Ári síðar voru fyrstu minjarnar á Norðurlöndum, Urnes stafkirkjan og Bryggjan í Bergen í Noregi samþykktar sem heimsminjar.

 

Tvenns konar minjar geta komist á heimsminjaskrána: mannvirki og náttúrufyrirbæri. Menningararfleifðinni tilheyra söguleg mannvirki, byggingar og sérstakt menningarlandslag sem hefur að geyma sögulega, listræna, vísindalega, þjóðfræðilega eða mannfræðilega eiginleika. Eyjan Gorée í Senegal, borgin Quito í Ekvador, Palmyra í Sýrlandi og Burgosdómkirkjan á Spáni eru þeirra á meðal. Þess er gætt að þeir séu upprunalegir, auk þess sem horft er til umsjónar með þeim og verndunar þeirra. Náttúruarfleifðinni tilheyra staðir sem hafa gildi vegna þess að þeir veita vitnisburð um líf á jörðinni, jarðfræðileg, líffræðileg eða vistfræðileg fyrirbæri, búa yfir sérstakri fegurð, hafa vísindalegt gildi eða vegna þess að þar lifa sjaldgæfar dýrategundir. Meðal þeirra eru Vallée de Mai á Seychelleseyjum, Yosemiteþjóðgarðurinn í Bandaríkjunum, eldfjöllin á Kamchatka í Rússlandi og Ngorongorogígurinn í Tansaníu. Við varðveislu þeirra er lögð höfuðáhersla á verndun, stjórnun og óskert ástand minjanna. Þá er ógetið blandaðra minja sem hafa verndargildi bæði vegna menningar og náttúru, svo sem Tassili n’ Ajjer í Alsír, Aþosfjall í Grikklandi og Tongariro-þjóðgarðurinn á Nýja- Sjálandi.

 

Vistkerfi, óbyggðir, fundarstaðir steingervinga, þjóðgarðar, friðlönd, eldstöðvar, ár, flóar, fjöll, eyðimerkur … hvert þessara einstöku svæða býr yfir auðlegð sem þarf að vernda til þess að viðhalda líffræðilegri og jarðfræðilegri fjölbreytni. Allt frá fornleifum, mannvirkjum og byggingum af sérstakri gerð til sögulega mikilvægra staða, alls staðar og á öllum sviðum hafa menn veitt snilligáfu sinni útrás. Einmitt vegna fjölbreytninnar verður að fást á sérstakan hátt við hvern stað á heimsminjaskránni. Árið 1994 gerði heimsminjanefndin UNESCO alþjóðlega áætlun til að koma á jafnvægi milli hinna ólíku tegunda af minjum á skránni. Með henni er fyrirhugað að skrá minjar sem endurspegla hina heillandi menningarlegu og náttúrufarslegu fjölbreytni á jörðinni.

 

Listi yfir heimsminjar í hættu

Á þennan lista eru settir heimsminjastaðir sem liggja undir skemmdum vegna stríðsátaka, jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara, mengunar, borgarþróunar og ásókn ferðamanna.

 

Dæmi um staði sem hafa verið á listanum um lengri eða skemmri tíma: Yellowstone þjóðgarðurinn, Pýramídarnir í Egyptalandi, Dresdendalur í Þýskalandi, Dómkirkjan í Köln.

 

Heimsminjanefnd UNESCO hefur tvisvar ákveðið að taka stað af listanum yfir heimsminjar. Annars vegar var það verndarsvæðið Arabian Oryx (Oman) árið 2007 og hins vegar Dresden í Þýskalandi árið 2009.