UNESCO
UNESCO

Ísland gerðist aðili að samningi UNESCO frá árinu 1972 um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins árið 1995. Með samningnum sameinuðust aðildarríki UNESCO um alþjóðlegan samning til verndar heimsminjum, að standa vörð um menningu heimsins og sporna við eyðileggingu minja.

Til þess að ná fram meginmarkmiðum samningsins er haldin sérstök heimsminjaskrá yfir staði á jörðinni sem teljast vera einstakir og alþjóðlega viðurkennd verndarsvæði.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur umsjón með framkvæmd samningsins fyrir hönd Íslands. Auk þess fer umhverfisráðuneytið með ábyrgð á framkvæmd á þeim hluta samningsins sem lýtur að náttúruminjum. Heimsminjanefnd Íslands vinnur að eftirfylgni við heimsminjasamninginn fyrir hönd stjórnvalda og er m.a. ætlað að gera tillögu til ríkisstjórnarinnar að yfirlitsskrá yfir staði á Íslandi sem til greina kemur að tilnefna á heimsminjaskrá UNESCO. 

Nánar um Ísland og heimsminjasamning UNESCO

Síðast uppfært (Miðvikudagur, 12. febrúar 2014 10:21)