• Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
UNESCO
UNESCO

Torfbæir á Íslandi

Þjóðminjasafn Íslands, fyrir hönd íslensku heimsminjanefndarinnar, vinnur að raðtilnefningu torfbæja á Íslandi.

Rekja má torfbæjarhefðina á Íslandi allt til landnámsins á 9. öld en þessi hefð hefur aðlagast loftslagi, umhverfi og þörfum samfélagsins sem þróast hefur hér á þessari eyju í gegnum aldirnar. Hinn íslenski torfbær þróaðist út frá langhúsunum, norður-evrópskri byggingarhefð, sem fylgdi landnemunum er þeir námu hér land. Eins og nafnið gefur til kynna þá er torf meginefni bygginganna. Timbur var notað í grindina og klæðningu innanhúss en torft var notað til að mynda veggi og þak. Stundum voru steinar notaðir ásamt torfinu í veggi og steinskífur voru stundum nýttar undir þakið.

 

Sýnt hefur verið fram á að torf var nýtt í byggingar í Norður-Evrópu strax á járnöld. Mögulega var torfið nýtt fyrr en okkur skortir áþreifanlegar sannanir vegna þess hvað torf varðveitist illa. Vitað er til þess að Rómverjar notuðu torf við að koma upp virkjum og öðrum hernaðarmannvirkjum þegar veldi þeirra teygði sig yfir á norðlægar slóðir. Torfbyggingar hafa því verið þekktar á ýmsum tímum, í ýmsum löndum, svo sem Noregi, Skotlandi, Írlandi, Færeyjum, Grænlandi og jafnvel á sléttum Bandaríkjanna. Þessi svæði eiga það þó sammerkt að á síðari tímum hafa slíkar byggingar aðallega verið íverustaðir almúgans. Á Íslandi hafa torfbyggingar aftur á móti verið nýttar af háum sem lágum og í allar tegundir bygginga.

Raðtilnefning þessi byggir á því að vera vitnisburður um þessa sérstæðu byggingarhefð sem eitt sinn var útbreidd en hefur þróast með árunum og lifir enn á Íslandi. Þær fjórtán torfbyggingar sem eru í tilefningunni eru dæmi um mismunandi byggingartækni og mismunandi tegundir torfhúsa, svo sem gagnabær, burstabær, framhús og kirkjur.

Eftirtaldir staðir eru tilnefndir:

 • Austur-Meðalholt í Flóa

 • Árbær í Reykjavík

 • Burstafell í Vopnafirði

 • Galtastaðir fremri í Hróarstungu

 • Glaumbær í Skagafirði

 • Grenjaðarstaður í Aðaldal

 • Grænavatn í Mývatnssveit

 • Keldur á Rangárvöllum

 • Laufás í Eyjafirði

 • Núpsstaður í Fljótshverfi

 • Tyrfingsstaðir á Kjálka

 • Þverá í Laxárdal

 • Víðimýrarkirkja í Skagafirði

 • Hofskirkja á Öræfum