• Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
UNESCO
UNESCO

Ísland gerðist aðili að samningi UNESCO frá árinu 1972 um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins árið 1995. Með samningnum sameinuðust aðildarríki UNESCO um alþjóðlegan samning til verndar heimsminjum, að standa vörð um menningu heimsins og sporna við eyðileggingu minja.

Til þess að ná fram meginmarkmiðum samningsins er haldin sérstök heimsminjaskrá yfir staði á jörðinni sem teljast vera einstakir og alþjóðlega viðurkennd verndarsvæði.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur umsjón með framkvæmd samningsins fyrir hönd Íslands. Auk þess fer umhverfisráðuneytið með ábyrgð á framkvæmd á þeim hluta samningsins sem lýtur að náttúruminjum. Heimsminjanefnd Íslands vinnur að eftirfylgni við heimsminjasamninginn fyrir hönd stjórnvalda og er m.a. ætlað að gera tillögu til ríkisstjórnarinnar að yfirlitsskrá yfir staði á Íslandi sem til greina kemur að tilnefna á heimsminjaskrá UNESCO. 

Nánar um Ísland og heimsminjasamning UNESCO

 

Íslenska ICOMOS-nefndin endurvakin

Íslenska ICOMOS-nefndin, sem er samtök íslenskra aðila að "International Council on Monuments and Sites (ICOMOS), hélt aukaaðalfund þann 4. desember 2014 og þar fór fram stjórnarkjör. 

Í stjórn voru kjörin:
Guðný Gerður Gunnarsdóttir, formaður
Elín Ósk Hreiðarsdóttir, gjaldkeri
Snorri Freyr Hilmarsson, ritari.

Íslenska ICOMOS nefndin starfar í anda markmiða alþjóðasamtakanna, að verndun og viðhaldi menningarsögulegra minja og umhverfis þeirra og er reiðubúin til að taka þátt í verkefnum sem unnið er að til verndar íslenskum menningarminjum og menningararfi.

 

Tilnefning víkingaminja á heimsminjaskrá UNESCO

Fimm ríki, Danmörk, Ísland, Lettland, Noregur og Þýskaland, tilnefna í sameiningu margvíslegar minjar frá tímabili víkinga til heimsminjaskrár UNESCO. Framkvæmdastjóri heimsminjaskrár UNESCO, Kishore Rao, tók við tilnefningarskjölunum við athöfn í höfuðstöðvum UNESCO í París 28. janúar sl.

Undirbúningur að tilnefningunni hefur staðið í tæp sex  ár undir forystu mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samstarfi við yfirvöld í hinum ríkjunum.

Sjö staðir eru tilnefndir og þeir eiga sameiginlegt að þar eru nokkrar mikilvægustu minjarnar um víkingana í fræðilegu tilliti sem taldir eru hafa mikla þýðingu á heimsvísu auk þess að skipta máli í sögu þjóðanna á 8. til 11. öld. Staðirnir eru:

 • Þingvellir á Íslandi,
 • Jelling og Trelleborg í Danmörku,
 • Grafreitir og búsetuminjar í Grobina í Lettlandi
 • Skipshaugar í Vestfold og kvarnarsteinsnámur  í Hyllestad  í Noregi
 • Heiðarbær og Danavirki í Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi.

 

Raðtilnefningar víkingaminja

Ísland hefur verið í forystu fyrir alþjóðlegri raðtilnefningu á minjum frá víkingatímanum í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 10. ágúst 2007. Tilnefndir eru staðir á heimsminjaskrá UNESCO sem tengjast menningu víkinga í samstarfi við Danmörku, Lettland, Noreg og Slésvík-Holtsetaland. Í þessari raðtilnefningu eru staðir sem þegar eru fyrir á skránni, s.s. Þingvellir og grafhaugarnir og kirkjan í Jelling í Danmörku auk nýrra staða sem þjóðirnar leggja til, alls sjö staðir.

Hvert þátttökuríki undirbýr sinn þátt í raðtilnefningunni og á Íslandi hefur verið haft samstarf við starfsmenn Þingvallaþjóðgarðs og Þingvallanefnd.

Þetta er flókið og mikilvægt verkefni sem nýtur athygli á alþjóðavísu enda er hér um nýja nálgun við heimsminjasamninginn að ræða. Minjastofnun Íslands hélt utan um alþjóðlega hluta verkefnisins. Verkefninu er stjórnað af alþjóðlegri verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum þátttökuríkjanna. Formaður verkefnisstjórnarinnar er Ragnheiður H. Þórarinsdóttir deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Tilnefningaskjalið var afhent heimsminjaskrifstofu UNESCO í París  og eftir það tekur við langt matsferli. Umsóknin verður væntanlega tekin til umfjöllunar í heimsminjanefnd UNESCO sumarið 2015.

Á myndinni eru:  Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, Kishore Rao og Claus van Carnap Bornheim þjóðminjavörður Slésvíkur-Holtsetalands.

 
Fleiri greinar...